Saga

Úr Nordterm Wiki
Útgáfa frá 17. ágúst 2011 kl. 12:33 eftir Admin (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2011 kl. 12:33 eftir Admin (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Vinsamlegast uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans í staðinn.

Flags new.gif

Tungumál á Norðurlöndum

Til Norðurlanda teljast Danmörk, Færeyjar, Grænland, Finnland, Álandseyjar, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Bæði Færeyjar og Grænland eru hluti af konungsríkinu Danmörku en Álandseyjar eru hluti af lýðveldinu Finnlandi.

Töluð eru 8 tungumál: danska, færeyska, finnska, grænlenska, íslenska, norska, samíska og sænska. Sum málanna eru náskyld en önnur óskyld. Víða á Norðurlöndum eru tvítyngd og fleirtyngd samfélög.

Saga

Íðorðastarfsemi á sér langa hefð á Norðurlöndum. Raunar var fyrst unnið að tæknilegu íðorðaverkefni þegar í lok 19. aldar. Reglulega íðorðastarfsemi á Íslandi má rekja til upphafs 20. aldar og í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð til fimmta áratugar aldarinnar.

Upphaf Nordterm má rekja til ársins 1976 þegar fulltrúar frá íðorðanefndum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð komu til Stokkhólms á fyrsta fund sinn. Þetta leiddi til fjölda sameiginlegra námskeiða og óformlegra umræðna um ýmis verkefni. Mikil þörf var fyrir samvinnu Norðurlandaþjóða á sviði íðorðastarfsemi og samvinna af þessu tagi gaf mjög góða raun. Árið 1987 var stjórnunarrammi Nordterm ákveðinn en honum var síðast breytt 2007.